Fara beint í efnið

Breytingar á heilsufari eldra fólks

Með hækkandi aldri er eðlilegt að vart verði ýmissa breytinga á heilsufari og hætta á sjúkdómum eykst. Dæmi um slíkt eru sjón og heyrn. Þá geta minnistruflanir farið að gera vart við sig. Samspil aldurstengdra breytinga, sjúkdóma og lyfjanotkunar getur leitt af sér af sér minni færni. Mikilvægt er að bregðast við öllum breytingum og leita sér aðstoðar.

Á Heilsuveru eru yfirgripsmiklar og gagnlegar upplýsingar sem henta öllum eldri en 60 ára.