Fara beint í efnið

Félags- og þjónustumiðstöðvar

Eldra fólki býðst að sækja félagsskap, þjálfun og dægradvöl í þjónustumiðstöðvar / félagsmiðstöðvar sem starfa í flestum sveitarfélögum landsins.

Sveitarfélögum er skylt samkvæmt lögum að tryggja aðgang að félags- og tómstundastarfi við hæfi. Í því sambandi skal lögð sérstök áhersla á fræðslu og námskeiðahald um réttindi aldraðra og aðlögun að breyttum aðstæðum sem fylgja því að hætta þátttöku á vinnumarkaði og halda úti almennu félagsstarfi.

Hlutverk og markmið félagsstarfsins er að tryggja eldra fólki þá daglegu virkni sem því er nauðsynleg. Fjölbreytt starf fer fram í félagsmiðstöðvunum sem oft eru reknar af félögum eldri borgara.

Í boði er meðal annars:

  • Heitar máltíðir seldar í hádeginu

  • Ýmis námskeið

  • Leikfimi og dans

  • Leikhúsferðir og ferðalög

  • Margvíslegt handverk

Aðgangur að þjónustumiðstöðvunum er öllum opinn og eldra fólk velkomið eftir eigin hentugleika.

Félagsstarf sveitarfélaga þarf að ná til allra, bæði þeirra sem búa við góða heilsu og þeirra sem búa við skerta færni og þurfa aðstoð til að geta sótt og nýtt sér það sem er í boði.

Stuðla þarf að því með viðeigandi aðstöðu og stuðningi að fólk geti stundað þá heilsueflingu og virkni sem það hefur áhuga á, hvort heldur sem það snýr að þjálfun og endurhæfingu, eða félags- og tómstundastarfi.

Greiða þarf gjald fyrir þjónustuna en því er stillt í hóf.

Landssamband eldri borgara

Hjá Landssambands eldri borgara er að finna yfirlit yfir öll aðildarfélög á landinu.

Þau birta oft yfirlit á síðum sínum um það helsta í starfinu. Þá má víða finna dagskrá þjónustumiðstöðva á Facebook síðum þeirra.

Vert er að benda á fjölbreytta afslætti sem aðilum í félögum eldri borgara býðst gegn framvísun skírteina.

Annað

Talsvert af gagnlegum upplýsingum meðal annars um félagsstarf eldra fólks er að finna á síðu sem heitir Upplýsingabanki.