Fara beint í efnið

Heilbrigðisþjónusta fyrir eldra fólk

Með hækkandi aldri aukast líkur á sjúkdómum og hrumleika. Innan heilsugæslustöðva og annarra heilbrigðisstofnana landsins starfa teymi sem styðja og leiðbeina eldra fólki, hjálpa þeim að greina áhættuþætti og veita leiðsögn um þau úrræði sem í boði eru.

Mikilvægt er að kynna sér þau úrræði sem bjóðast. Fyrsti viðkomustaður er alltaf heilsugæslan þín.