Tæknilegar upplýsingar

Þjónusta Ísland.is

  • Innskráningarþjónusta Ísland.is er notuð til innskráningar inn á einstaklingsmiðaðar síður stofnana, sveitarfélaga, félagasamtaka og fyrirtækja, svokallaðar „Mínar síður“. Þannig geta þessir aðilar dregið úr útgjöldum og fyrirhöfn miðað við að þeir hefðu sjálfir þurft að koma sér upp móttöku skilríkja eða notendalista með lykilorðum.

Uppsetning

  • Þú fyllir út rafræna umsókn og við skráum þig/fyrirtækið. Samningar .
  • Þú þarft að leysa tengingarmál þín megin. Það tekur tæknimenn þína yfirleitt 1-3 daga að setja tenginguna upp. 
  • Ekki er tekið gjald fyrir notkun innskráningarkerfisins*

*Rekstur innskráningarkerfis á Ísland.is er aðila sem auðkennt er fyrir að kostnaðarlausu hvað varðar Íslykilinn. Fari fjöldi skráning hjá einkaaðila yfir 500 á mánuði með rafrænum skilríkjum, sendir Auðkenni honum reikning fyrir öllum innskráningum mánaðarins, byggðan á tölum frá Þjóðskrá Íslands og gjaldskrá Auðkennis. Engin fastagjöld verða innheimt.

Ferli við innskráningu

  • Ferlið hefst á vef viðkomandi þjónustuaðila eða á Ísland.is.
  • Viðskiptavinur smellir á innskráningarhnapp sem flytur hann á innskráningarsíðu Ísland.is. Á síðunni kemur fram bæði lógó Ísland.is og lógó þjónustuaðila.
  • Viðskiptavinur skráir sig inn með Íslykli eða rafrænu skilríki.
  • Viðskiptavinur flyst tilbaka á „Mínar síður“ viðkomandi þjónustuaðila.

Tæknilegt auðkenningarferli