Um innskráningarþjónustu Ísland.is

Innskráningarþjónusta Ísland.is er í eigu ríkisins.

Í innskráningarþjónustu Ísland.is er val um þrjár mismunandi innskráningarleiðir:

  • Íslykill
  • Styrktur Íslykill (Íslykill og SMS í farsíma)
  • Rafræn skilríki á snjallkorti eða í farsíma
Fjölmargar stofnanir, sveitarfélög, félagasamtök og fyrirtæki nýta innskráningu Ísland.is og fjölgar ört.  Daglega nota þúsundir manna innskráningu Ísland.is til að skrá sig inn á vefina og fá einstaklingsmiðaða þjónustu. Sjá nánar um innskráningarþjónustuna í tölum.

Vilt þú nýta innskráningu Ísland.is á þinn vef?

  • Þú fyllir út rafræna umsókn og við skráum þig/fyrirtækið. Nánar um samninga
  • Þú þarft að leysa tengingarmál þín megin. Það tekur tæknimenn þína yfirleitt 1-3 daga að setja tenginguna upp. 
  • Ekki er tekið gjald fyrir notkun innskráningarkerfisins*
  • Vísanir á Ísland.is

*Rekstur innskráningarkerfisins á Ísland.is er aðila sem auðkennt er fyrir að kostnaðarlausu hvað varðar Íslykilinn. Fari fjöldi innskráninga hjá einkaaðila yfir 500 á mánuði með rafrænum skilríkjum, þá er áskilinn réttur til að láta viðkomandi einkaaðila bera þann kostnað. Ef til þess kemur sendir Auðkenni honum reikning fyrir öllum innskráningum mánaðarins, byggðan á tölum frá Þjóðskrá Íslands og gjaldskrá Auðkennis. Engin fastagjöld verða innheimt og ekki gerðar kröfur lengra aftur í tímann.

Sjá nánar í Tæknilegum upplýsingum.