Umboð

Hvað er umboð?

Umboð hafa tíðkast lengi í pappírsheimum. Helstu ástæður geta verið fjarvera, tímaskortur, fötlun/veikindi o.fl. Sama þörf er þegar erindum er sinnt rafrænt. Mikilvægt er að fólk afhendi ekki öðrum rafræn auðkenni sín. Þess vegna er þörf á rafrænum umboðum.

Lykilatriði við rafrænt umboð

Umboðsmaður skráir sig inn með eigin Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Umboðsmaður þarf aldrei að fá Íslykil eða rafræn skilríki hjá þeim einstaklingi sem hann er að aðstoða eða vinna fyrir.

Hverjir veita umboð?

Einstaklingur veitir öðrum einstaklingi/fyrirtæki umboð til ákveðinna málefna.
Fyrirtæki veitir starfsmanni umboð til ákveðinna verka í öðru fyrirtæki eða stofnun.

Dæmi um að veita umboð

Umsókn um kerfiskennitölu

Þjóðskrá Íslands notar umboðskerfið fyrir beiðni um skráningu og úthlutun kennitölu til erlends ríkisborgara. Þjónustuveitandi er þá „Þjóðskrá Íslands – utangards2.skra.is“ (heiti lögaðila og viðkomandi þjónustusíða). Þar undir er búið að skilgreina umboðshlutverkið „Umsókn um kerfiskennitölu“.

Gististaðurinn „Gistisetrið“ er með útlendan starfsmann (Pauline) í vinnu og þarf að sækja um kennitölu fyrir hana. Þá eru tvær leiðir til staðar:

1. Ekki þörf á að veita umboð. Forstjóri eða annar handhafi Íslykils fyrirtækisins „Gistisetrið“, skráir sig inn á https://innskraning.island.is/?id=utangards2.skra.is og sækir um kennitölu fyrir Pauline.

2. Starfsmaðurinn Jón fær umboð. Forstjóri eða prókúruhafi „Gistisetrinu“ fer þá á „Ísland.is – mínar síður“,
  • velur „Stillingar“
  • velur „Veita umboð“
  • skráir kennitölu Jóns
  • velur þjónustuveitanda „Þjóðskrá Íslands – utangards2.skra.is“ úr fellivalmyndalista
  • hakar við umboðið „Umsókn um kerfiskennitölu“.
Athugið að ef um prókúruhafa er að ræða þá þarf hann fyrst að fara efst á síðuna og velja fyrirtæki sem hann er með prókúru fyrir.

Veltutölur

Ríkiskaup nota umboðskerfið fyrir skil seljenda á veltutölum inn í vefgátt Ríkiskaupa. Þjónustuveitandi er þá „Ríkiskaup – vefgatt.rikiskaup.is“ (heiti lögaðila og viðkomandi þjónustusíða).
Þar undir er búið að skilgreina umboðshlutverkið „Veltutölur“. „Smáhlutabúðin“ sem er með Ríkiskaupasamning þarf að skila inn veltutölum. Hún hefur tvær leiðir til þess:

1. Ekki þörf á að veita umboð. Forstjóri eða annar handhafi Íslykils „Smáhlutabúðarinnar“, skráir sig inn á https://innskraning.island.is/?id=vefgatt.rikiskaup.is og skráir veltutölurnar.

2. Jón bókari fær umboð. Forstjóri „Smáhlutabúðarinnar“ fer þá á „Ísland.is – mínar síður“,
  • velur „Stillingar“
  • velur „Veita umboð“,
  • skráir kennitölu Jóns
  • velur þjónustuveitanda „Ríkiskaup – vefgatt.rikiskaup.is“ úr fellivalmyndalista
  • hakar við umboðið „Veltutölur“

Dæmi um að nota umboð

Umsókn um kerfiskennitölu

Þjóðskrá Íslands notar umboðskerfið fyrir beiðni um skráningu og úthlutun kennitölu til erlends ríkisborgara. Þjónustuveitandi er þá „Þjóðskrá Íslands – utangards2.skra.is“ (heiti lögaðila og viðkomandi þjónustusíða). Þar undir er búið að skilgreina umboðshlutverkið „Umsókn um kerfiskennitölu“.

Gististaðurinn „Gistisetrið“ er með útlendan starfsmann (Pauline) í vinnu og þarf að sækja um kennitölu fyrir hana. Þá eru tvær leiðir til staðar:

1. Ekkert umboð: Forstjóri eða annar handhafi Íslykils fyrirtækisins „Gistisetrið“, skráir sig inn á https://innskraning.island.is/?id=utangards2.skra.is og sækir um kennitölu fyrir Pauline.

2. Starfsmaðurinn Jón hefur umboð. Jón skráir sig inn á https://innskraning.island.is/?id=utangards2.ska.is. Þá fær hann upp millisíðu þar sem honum er boðið upp á að vera hann sjálfur eða nota umboðið „Þjóðskrá Íslands – utangards2.skra.is – Umsókn um kerfiskennitölu“.
Jón velur hið síðarnefnda og hefur þar með leyfi til að sækja um kennitölu fyrir Pauline.

Veltutölur

Ríkiskaup nota umboðskerfið fyrir skil seljenda á veltutölum inn í vefgátt Ríkiskaupa. Þjónustuveitandi er þá „Ríkiskaup – vefgatt.rikiskaup.is“ (heiti lögaðila og viðkomandi þjónustusíða).
Þar undir er búið að skilgreina umboðshlutverkið „Veltutölur“. „Smáhlutabúðin“ sem er með Ríkiskaupasamning þarf að skila inn veltutölum. Hún hefur tvær leiðir til þess:

1. Forstjóri eða annar handhafi Íslykils „Smáhlutabúðarinnar“, skráir sig inn á https://innskraning.island.is/?id=vefgatt.rikiskaup.is og skráir veltutölurnar.

2. Jón bókari hefur umboð. Jón skráir sig inn á https://innskraning.island.is/?id=utangards2.skra.is.
Þá fær hann upp millisíðu þar sem honum er boðið upp á að vera hann sjálfur eða nota umboðið „Ríkiskaup – vefgatt.rikiskaup.is – Veltutölur“. Jón velur hið síðarnefnda og hefur þar með leyfi til að skrá veltutölur. 

Leiðbeiningar fyrir notendur umboðskerfis Ísland.is (pdf)