Fara beint í efnið

Íslykill

Nýtt, núna geta einstaklingar virkjað rafrænu skilríkin hvar sem er í heiminum. Flestir ættu því að geta notað rafræn skilríki í stað Íslykils.

Auðkennisappið er auðveld, þægileg og örugg leið til að auðkenna sig á vefnum og framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Appið er hægt að nota hvar sem er í heiminum, óháð símafélögum bæði á íslenskum og erlendum farsímanúmerum.

  • Í nýjustu útgáfu Auðkennisappsins er hægt að virkja rafræn skilríki með sjálfafgreiðslu, hvar sem er í heiminum - Lesa nánar

Íslykill er auðkenningarleið sem gefinn var út áður en Rafræn skilríki komu til sögunnar. Rafræn skilríki eru öruggari og munu taka alfarið við af Íslykli í komandi framtíð. Ef einstaklingur á kost á því að nýta rafræn skilríki skal ávalt velja þann kost fram yfir Íslykil.

Þarftu aðgang að Mínum síðum Ísland.is fyrir hönd fyrirtækis?
Prókúruhafar fyrirtækja geta nú skráð sig inn á Mínar síður með sínum persónulegu rafrænu skilríkjum og skipt yfir á fyrirtæki. Ekki þarf til þess Íslykil. Nánar um aðgangsstýringu á Mínum síðum.

Algengar fyrirspurnir um Íslykil

Athugið að Íslykilinn hættir fljótlega í notkun, aðeins skal sækja um Íslykil í neyð ef einstaklingur á ekki kost á rafrænum skilríkjum.

Sækja Íslykil í neyð

Þjónustuaðili

Staf­rænt Ísland