Öryggi

 • Innskráning er alltaf á öruggu svæði, https://innskraning.island.is.
 • Íslykill er aldrei sleginn inn á vef þjónustuveitanda.
 • Allar persónuupplýsingar varðandi Íslykil eru dulritaðar. Ekki er hægt að birta Íslykilinn í neinum hluta kerfisins, aðeins tætigildi hans er geymt.
 • Skjöl með Íslyklum eru send um örugga tengingu í heimabanka, í pósti á lögheimili eða afhent í þjónustuveri Þjóðskrár Íslands.
 • Á mínum síðum á Ísland.is getur fólk skoðað sögu innskráninga sinna gegnum Ísland.is og þannig áttað sig á því ef óviðkomandi hefur komist yfir Íslykil eða rafræn skilríki þess.
 • Öll samskipti eru yfir dulritað burðarlag (SSL).
 • Tilgangurinn með Íslykli er að eigendur geti komist inn á lokaðar, einstaklingsmiðaðar síður stofnana, sveitarfélaga, félagasamtaka og fyrirtækja.
 • Tilgangurinn með skráningu farsímanúmers er að tryggja viðbótaröryggi þegar veittur er aðgangur að viðkvæmari upplýsingum. Þá eru send smáskilaboð í farsímann með styrkingarkóða.
 • Tilgangurinn með skráningu netfangs er að geta komið til eiganda mikilvægum skilaboðum sem varða öryggi Íslykilsins og öðrum mikilvægum ábendingum og upplýsingum.
 • Allar upplýsingar í Íslyklagrunni eru dulkóðaðar.
 • Þjóðskrá Íslands ábyrgist að farið verður með allar upplýsingar í gagnagrunni Íslykla sem trúnaðarmál og þær verða aldrei afhentar þriðja aðila.