Kosningaréttur

Íslendingar með lögheimili erlendis:

 • Allir íslenskir ríkisborgarar sem hafa haft lögheimili erlendis skemur en 8 ár (talið frá 1. desember árið áður en kosningar eru haldnar) eru sjálfkrafa með kosningarétt á Íslandi. Þeir þurfa að vera orðnir 18 ára á kjördag og hafa einhverntíma átt lögheimili á Íslandi.
 • Íslenskir ríkisborgarar sem hafa haft lögheimili erlendis lengur en 8 ár (talið frá 1. desember árið áður en kosningar eru haldnar) verða að sækja um til Þjóðskrár Íslands um að verða teknir á kjörskrá. Umsókn þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
  • Umsækjandi verður að hafa íslenskan ríkisborgararétt.
  • Umsækjandi þarf að vera 18 ára eða eldri á kjördag.
  • Umsækjandi þarf einhvern tíma á ævinni að hafa átt lögheimili á Íslandi.
  • Fullnægjandi umsókn þarf að hafa borist Þjóðskrár Íslands fyrir 1. desember áður en kosningar eiga að fara fram.   
 • Uppfylli umsókn ofangreind skilyrði verður viðkomandi einstaklingur tekinn á kjörskrá næstu 4 ár á eftir. Vakin er athygli á að sérstakar reglur gilda um fresti til að senda inn umsókn. Reglur þessar gilda um kosningar til Alþingis og með sama hætti um kjör forseta Íslands og þjóðaratkvæðagreiðslur en ekki um kosningar til sveitarstjórna.

Erlendir ríkisborgarar

 • Erlendir ríkisborgarar eiga ekki kosningarrétt við kjör forseta Íslands, við alþingiskosningar eða þjóðaratkvæðagreiðslur og eru því ekki á kjörskrárstofni. Eina undantekningin eru danskir ríkisborgarar, sem voru búsettir á Íslandi 6. mars 1946 eða einhvern tíma á síðustu 10 árum fyrir þann tíma. Þeir eiga kosningarrétt samkvæmt lögum nr. 85/1946.
 • Þegar kosið er til sveitarstjórna gilda aðrar reglur um kosningarétt erlendra ríkisborgara:
 • Vert að skoða

  • Danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem hafa átt lögheimili á Íslandi samfellt lengur en 3 ár fyrir kjördag eiga kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum.
  • Aðrir erlendir ríkisborgarar sem hafa átt lögheimili á Íslandi samfellt lengur en 5 ár fyrir kjördag eiga einnig kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum.