Um rafræna kjörskrá
- Rafræn kjörskrá er eitt af markmiðunum í stefnu ríkis og sveitarfélaga um upplýsingasamfélagið 2013-2016 (pdf)
- Í kaflanum um lýðræði segir orðrétt: “Komið verði á rafrænni kjörskrá, rafrænum íbúakosningum og undirskriftasöfnunum í sveitarfélögum sem verði undanfari tilraunar með rafrænar sveitarstjórnarkosningar“.
- Hugtakið rafræn kjörskrá er notað í mjög víðtækri merkingu: Í sjálfu sér er kjörskrá á Íslandi rafræn og hefur verið það í áratugi þar sem kjörskrárstofninn, sem er grunnurinn að kjörskrá hefur verið unninn í tölvukerfi.
- Markmiðið í stefnu upplýsingasamfélagsins snýst hins vegar um aðgang að hinni rafrænu kjörskrá í kjördeildum á kjörstað og að hægt sé að merkja við að kjósandi hafi kosið með rafrænum hætti.
- Með innleiðingu rafrænnar kjörskrár verður auðveldlega hægt að fá fram tölfræði um kjörsókn og hvernig hún dreifist á aldur og kyn. Einnig er kjörskráin miðlæg þannig að kjósandi getur fræðilega séð kosið hvar sem er í sveitarfélaginu sínu og í hvaða kjördeild sem er. Slíkt er þó háð lagaheimild og nánari ákvörðunum um framkvæmdina.
- Kerfið mun virka þannig:
-
- Kjósandi mætir á kjörstað og gerir grein fyrir sér
- Starfsmaður í kjördeild flettir upp kjósanda með því að slá inn kennitölu hans, nafn eða heimilisfang, allt eftir því hvað hentar best
- Þegar kjósandi er fundinn er honum afhentur kjörseðill og merkt við í kerfinu að slíkt hafi verið gert
- Ef kjósandi þarf aðstoð þá er ástæða aðstoðar skráð sem og hver veitir aðstoðina
- Aðgangur að kerfinu er þrenns konar:
-
- Starfsmaður Þjóðskrár Íslands hefur yfirumsjón og aðgang að öllum þáttum kerfisins
- Yfirkjörstjórn hefur aðgang að kjörskrá, tölfræði og loggum.
- Starfsmaður í kjördeild hefur aðgang að kjörskrá
- Starfsmenn skrá sig inn persónulega í gegnum innskráningu Ísland.is. Aðgangi þeirra er stýrt með umboðskerfi Ísland.is
- Þjóðskrá Íslands hefur unnið að verkefni um rafræna kjörskrá og lítur það dagsins ljós í ársbyrjun 2016 undir merkjum Ísland.is.