Fara beint í efnið

Sérkjör og afslættir fyrir eldra fólk

Ýmis sérkjör og afslættir eru í boði fyrir eldra fólk, svo sem lægri gjöld fyrir heilbrigðisþjónustu, styrki Sjúkratrygginga og afslættir víða, sem vert er að kynna sér.

Greiðsluþátttaka í kostnaði við heilbrigðisþjónustu

Heilbrigðisráðuneytið ákveður árlega greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu.

Eldra fólk greiðir ekki fyrir komu í heilsugæslu og vitjanir og lægri gjöld fyrir aðra þjónustu heilsugæslu og annarra þjónustuaðila. Lyfjakostnaður eldra fólks er lægri.

Tannlækningar

Sjúkratryggingar taka þátt í greiðslu á tannlækningum fyrir eldra fólk. Forsenda fyrir greiðsluþátttöku eldra fólks er að viðkomandi sé skráð hjá heimilistannlækni.

Styrkir Sjúkratrygginga

Sjúkratryggingar geta veitt styrki, meðal annars til að kaupa og reksturs á bíl vegna hreyfihömlunar og kaupa á gleraugum og heyrnartækjum. Sjúkratryggingar niðurgreiða einnig kaup á hjálpartækjum.

Útfararkostnaður

Sum stéttarfélög veita félagsmönnum styrki vegna útfararkostnaðar. Fái einstaklingur styrk til útfararkostnaðar þá er hægt að telja þann kostnað fram á skattaskýrslunni árið eftir útför til frádráttar á móti styrknum.

Félag eldri borgara

Félagsmenn í félögum eldri borgara eiga kost á sérkjörum gegn framvísun félagsskírteina.

Þá geta félagsmenn á eftirlaunum innan stéttarfélaga átt ýmis réttindi svo sem til styrkja úr símenntunar- og orlofssjóðum eða dvöl í sumarhúsum.

Ýmis útgjöld eldra fólks eru lægri, svo sem greiðsluþátttaka í heilbrigðisþjónustu, aðgangur í sundlaugar og fleira. Hér er tekin nokkur dæmi.

  • Landsamband eldri borgara gefur árlega út afsláttarbók fyrir félagsmenn, en afslættirnir eru líka aðgengilegir í gegnum afsláttarappið Spara.

  • Afslættir fyrir eldra fólk eru í boða á ýmsum stöðum óháð félagsaðild.

Sund

Víða er frítt í sund fyrir eldra fólk og annars staðar er gjaldið hóflegt. Sund er góð heilsuefling.

Lýðheilsustyrkir

Nokkur sveitarfélög bjóða upp á styrki til eldra fólks til að stunda íþróttir og menningarstarf, en önnur bjóða upp á heilsurækt á hóflegu verði.

Menningarkort

Nokkur sveitafélög bjóða upp á menningarkort á hóflegu verði. Menning eykur fjölbreytni í lífi okkar og veitir ánægju.