Atvinnuleit

Þjónustuskrifstofur Vinnumálastofnunar eru almennar opinberar vinnumiðlanir. Þar er atvinnuleitendum veitt fjölþætt aðstoð óháð því hvort viðkomandi er á atvinnuleysisskrá. Sú þjónusta er endurgjaldslaus.

Atvinnuleit

 • Þjónustuskrifstofur Vinnumálastofnunar eru staðsettar víðsvegar um landið.
  Þjónustuskrifstofur eftir landshlutum
 • Hjá þjónustuskrifstofum er hægt að skrá sig í atvinnuleit og sækja um störf.
  Störf í boði á vef Vinnumálastofnunar
  Eyðublöð hjá Vinnumálastofnun
 • Atvinnuleitandi getur í samvinnu við ráðgjafa gert starfsleitaráætlun og fengið ráðgjöf um náms- og starfsval, gerð ferilskrár og fleira. Umsækjendum um atvinnuleysisbætur er skylt að gera slíka starfsleitaráætlun.
  Ráðgjöf og þjónusta á vef Vinnumálastofnunar
 • Fólki á atvinnuleysisskrá bjóðast námskeið, starfsþjálfun og önnur úrræði til þess ætluð að styrkja þá í starfsleit sinni.
 • Íslendingum er heimilt að leita vinnu í löndum innan Evrópska efnahagssvæðisins.
 • Einkareknar ráðningarþjónustur hafa laus störf á skrá og bjóða atvinnuleitendum í mörgum tilvikum upp á skráningu og almenn viðtöl.  

Um atvinnuleysisbætur á island.is

Til minnis

 • Sækja um störf hjá Vinnumálastofnun og öðrum vinnumiðlunum.
 • Skrá sig á atvinnuleysisskrá Vinnumálastofnunar, kanna rétt sinn til bóta og sækja um ef við á.

Vert að skoða

Lög og reglugerðir