Í hlutafélagi ber enginn félagsmanna persónulega ábyrgð á heildarskuldbindingum heldur er fjárhagsleg ábyrgð þeirra takmörkuð við það hlutafé sem þeir leggja fram.
Í einkahlutafélagi er ekkert hámark á hlutafé eða fjölda hluthafa og hentar því félagsformið jafnt stærri sem minni fyrirtækjum. Enginn félagsmanna ber persónulega ábyrgð á heildarskuldbindingum félagsins. Stofna rekstur, rsk.is
Opinbert hlutafélag er að öllu leyti í eigu hins opinbera, beint eða óbeint. Hluthafar eru einn eða fleiri.
Hlutafélög, einkahlutafélög og opinber hlutafélög eru bókhaldsskyld og ber að halda tvíhliða bókhald. Bókhald og tekjuskráning, rsk.is
Einkahlutafélag, hlutafélag og opinbert hlutafélag verður að skrá innan ákveðins tíma hjá hlutafélagaskrá. Óskráð félag getur hvorki öðlast réttindi né tekið á sig skyldur.
Fyrirtæki sem greiðir laun þarf að skrá á launagreiðendaskrá staðgreiðslu hjá ríkisskattstjóra eða skattstjóra viðkomandi umdæmis. Skattyfirvöld á landinu