Stofnun fyrirtækis

Hér á landi er tiltölulega einfalt að stofna fyrirtæki. Mikilvægt er að rekstarform henti starfseminni. Meðal þeirra eru einstaklingsfyrirtæki, hlutafélög og samvinnufélög.

Fyrirtæki stofnað

Launagreiðandi, atvinnurekandi

 • Atvinnurekandi/launagreiðandi stundar sjálfstæða atvinnustarfsemi. Hún er í skattalegum skilningi, starfsemi sem felur í sér fjárhagslega áhættu og ábyrgð, óháð öðrum og rekin í atvinnuskyni.
 • Við ráðningu starfsfólks tekur atvinnurekandi/launagreiðandi á sig ýmsar skuldbindingar sem snúa meðal annars að stéttarfélögum, lífeyrissjóðum og hinu opinbera.
 • Ráðningarsamningur er oftast byggður á kjarasamningi. Þar er kveðið á um lágmarkskjör og ýmis réttindamál, svo sem laun, vinnutíma og orlof.
 • Atvinnurekandi/launagreiðandi þarf að standa skil á launatengdum sköttum og gjöldum og ber honum að tilkynna sig til skattayfirvalda. Hann á einnig að standa skil á ýmsum öðrum rekstrartengdum sköttum og gjöldum.
  Skattar og gjöld vegna reksturs og félaga, rsk.is
 • Skylt er að færa bókhald, hvert sem formið á rekstrinum er.
  Bókhald og tekjuskráning, rsk.is
 • Atvinnurekanda er skylt samkvæmt lögum að sjá til þess að allur aðbúnaður, heilbrigði og öryggi á vinnustað sé í lagi og á hann að stuðla að því í samstarfi við starfsmenn.
 • Tvær stofnanir hafa eftirlit með vinnustöðum hér á landi:
 • Landinu er skipt upp í heilbrigðiseftirlitssvæði undir eftirliti sveitarfélaga á hverjum stað. Yfirumsjón með eftirlitinu hefur Umhverfisstofnun.
  Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga
 • Vinnuveitanda er skylt að taka saman skýrslur um vinnuslys sem starfsmenn verða fyrir og afhenda Vinnueftirliti ríkisins.
  Um vinnuslys á vef Vinnueftirlits
  Um vinnuvernd á vef Vinnueftirlits

Vert að skoða

Lög og reglugerðir