Aðilar vinnumarkaðarins
Vinnumarkaðurinn er vettvangur atvinnurekenda og launafólks. Leikreglur hans eru settar í lögum og kjarasamningum sem segja til um gagnkvæmar skyldur vinnuveitenda og starfsmanna.
Vinnumarkaðurinn
- Vinnumarkaðurinn skiptist í almennan og opinberan vinnumarkað. Á almennum vinnumarkaði starfa fyrirtæki í eigu einkaaðila og hlutafélög en á opinberum vinnumarkaði eru fyrirtæki og stofnanir í eigu ríkis og sveitarfélaga, auk félaga og stofnana sem veita opinbera þjónustu.
- Mismunandi lög og reglur gilda að ýmsu leyti um almennan og opinberan vinnumarkað.
- Málefni vinnumarkaðarins heyra undir félagsmálaráðuneyti.
Um vinnumál á vef stjórnarráðsins
Aðilar vinnumarkaðarins
- Heildarsamtök launafólks annars vegar og atvinnurekenda hins vegar eru venjulega nefnd aðilar vinnumarkaðarins.
- Alþýðusamband Íslands, ASÍ, eru heildarsamtök launafólks á almennum vinnumarkaði.
-
Samtök atvinnulífsins, SA, eru heildarsamtök atvinnurekenda á almennum vinnumarkaði.
- Heildarsamtök og -félög launafólks á vinnumarkaði eru:
- Málefni ríkisstarfsmanna heyra almennt undir fjármála- og efnahagsráðherra.
Skrifstofa stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneyti
Um mannauðsmál ríkisins á vef fjármála- og efnahagsráðuneytis
Vert að skoða
- Hagtölur um laun og tekjur hjá Hagstofu
- Verktakar, einyrkjar á Island.is
- Vinna á vef umboðsmanns barna
- Vinnuréttarvefur ASÍ
- Vinnumál á vef stjórnarráðsins