Fara beint í efnið

Jafnrétti á vinnumarkaði

Samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla er öll kynbundin mismunun óheimil.

Jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði

Konum og körlum sem starfa hjá sama atvinnurekanda skulu greidd jöfn laun og njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Sama gildir um stöðubreytingar, símenntun, uppsagnir og önnur starfsskilyrði.

Sá sem telur brotið á sér, til dæmis við ráðningu í starf eða í launum, getur leitað til Jafnréttisstofu og fengið ráðgjöf.
Jafnréttisstofa

Þeir sem telja ákvæði jafnréttislaga á sér brotin geta kært til kærunefndar jafnréttismála.
Kærunefnd jafnréttismála

Fyrirtæki og stofnanir með fleiri en 25 starfsmenn eiga að setja sér jafnréttisáætlanir eða samþætta jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu sína og framkvæmdaáætlun og starfa eftir þeim.

Atvinnurekendur og stéttarfélög eiga samkvæmt lögum að vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Sérstaka áherslu á að leggja á að jafna hlut kynjanna í stjórnunar- og áhrifastöðum.

Atvinnurekendur eiga að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að gera konum og körlum kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu, meðal annars með auknum sveigjanleika í skipulagningu á vinnu og vinnutíma.

Vert að skoða

Lög og reglugerðir