Kjarasamningar

Kjarasamningar eru samningar milli stéttarfélaga og atvinnurekenda og samtaka þeirra um laun og starfskjör launafólks. Í þeim er tilgreint hver lágmarkskjör skulu vera fyrir tiltekin störf á því svæði sem samningurinn nær til.

Kjarasamningar

 • Kjarasamningar eru gerðir innan ramma laga sem gilda um vinnumarkaðinn og kveða nánar á um starfskjör launafólks en lög gera.
  • Kjarasamningar hafa almennt að geyma ákvæði um laun, launabreytingar, vinnutíma, orlof, rétt til launa og veikinda og rétt í slysatilvikum, tryggingar, uppsagnarfrest, iðgjöld til lífeyrissjóða og sjúkra- og starfsmenntasjóða, félagsgjöld og trúnaðarmenn stéttarfélaga.
  • Atvinnurekanda og starfsmanni er óheimilt að semja um lægri laun og lakari starfskjör en þau sem viðkomandi kjarasamningar kveða á um. Slíkir samningar eru ógildir að því marki sem vikið er frá ákvæðum kjarasamninga.
 • Starfsmanni er heimilt að semja um betri kjör sér til handa en þau lágmarkskjör sem kjarasamningur kveður á um.
 • Stéttarfélög eru samningsaðilar við gerð kjarasamninga og gæta hagsmuna launafólks gagnvart atvinnurekendum.
  Stéttarfélög á island.is
 • Samtök atvinnulífsins fara með samningsumboð fyrir hönd aðildarfyrirtækja sinna í kjarasamningum.
  Samtök atvinnulífsins
 • Samninganefnd ríkisins semur fyrir hönd fjármála- og efnahagsráðherra við ríkisstarfsmenn en launanefnd sveitarfélaga semur við samtök sinna starfsmanna.
  Launanefnd sveitarfélaga
 • Ef stéttarfélög og viðsemjendur þeirra komast ekki að samkomulagi í kjaraviðræðum er heimilt að vísa deilum þeirra til ríkissáttasemjara en hlutverk hans er að leita sátta í vinnudeilum.
  Ríkissáttasemjari

Vert að skoða

Lög og reglugerðir