Öldrunarstofnanir

Aldraðir sem ekki treysta sér til að dvelja lengur á heimili sínu þrátt fyrir heimaþjónustu, eiga þess kost að sækja um vist á öldrunarstofnun þar sem þeir njóta þjónustu og umönnunar við hæfi.

Dvalar- og hjúkrunarrými

  • Dvalarheimili, eða dvalarrými, eru ætluð þeim sem eru við nokkuð góða heilsu en geta ekki lengur séð um heimilishald þrátt fyrir heimaþjónustu.
  • Hjúkrunarheimili, eða hjúkrunarrými eru ætluð langlegusjúklingum eða þeim sem eru of lasburða til að dvelja á dvalarheimilum og þarfnast stöðugrar umönnunar.

Dvalarheimili - umsókn á Ísland.is 
Hjúkrunarheimili - umsókn á Ísland.is 
Hvíldar-/endurhæfingarinnlögn - umsókn á Ísland.is 

Dvalarkostnaður

  • Tryggingastofnun ríkisins (TR) tekur þátt í dvalarkostnaði á öldrunarstofnunum en það fer eftir tekjum vistmanns hver hlutur hans í kostnaði er.
  • Innifalið í dvalarkostnaði á öldrunarstofnun er meðal annars lyf, endurhæfing og öll læknisþjónusta.

Dvöl á stofnun á vef TR

Vert að skoða

Lög og reglugerðir