Félagslíf

Eldri borgarar geta sótt félagsskap og dægradvöl í þjónustumiðstöðvum eða félagsmiðstöðvum aldraðra sem starfa í flestum sveitarfélögum landsins.

Þjónustumiðstöðvar

 • Hlutverk þjónustumiðstöðva er að tryggja eldra fólki félagsskap, bjóða upp á tómstundastarf og draga þannig úr hættu á félagslegri einangrun.
 • Aðgangur að þjónustumiðstöðvum er opinn og eldri borgarar velkomnir eftir eigin hentugleikum.
 • Greiða þarf gjald fyrir þá þjónustu sem veitt er en starfsemi félagsmiðstöðvanna er niðurgreidd og gjaldi stillt í hóf.
 • Fjölbreytt starf fer fram í félagsmiðstöðvunum og reynt er að finna sem flestum iðju við hæfi. Þar er til dæmis boðið upp á:
  • listsköpun og hannyrðir,
  • leikhúsferðir og ferðalög,
  • spilamennsku og kórstarf,
  • námskeið og skemmtun,
  • leikfimi,
  • aðstoð við banka- og verslunarferðir.
 • Máltíðir eru seldar í sumum félagsmiðstöðvanna og víða hægt að fá akstur að heiman og heim.

Dæmi um félagsstarf eldri borgara í ýmsum sveitarfélögum
Borgarbyggð  Kópavogur
Reykjavík        Mosfellsbær 
Skagafjörður  Akureyri   Garðabær    
Blönduósbær  Ísafjarðarbær Akranes      

 

Félagsstarf

 • Félagasamtök eldri borgara um land allt vinna að almennum hagsmunum eldri borgara og standa fyrir öflugu félagsstarfi; tómstunda-, fræðslu- og menningarmálum. Félögin eru opin öllum sem eru 60 ára og eldri og mökum þeirra þó þeir séu yngri.
 • Landssamband eldri borgara eru regnhlífasamtök sem samanstanda af öllum félögum eldri borgara á landinu. Þeirra hlutverk er kjara- og réttindabarátta eldri borgara og að efla samtök eftirlaunafólks.
 • Innan stéttarfélaga eiga félagsmenn á eftirlaunum í ýmsum tilvikum réttindi svo sem til úthlutana á orlofshúsum auk aðgangs að almennu félagsstarfi.
 • Upplýsingar um félagasamtök eldri borgara er oft að finna á vefjum sveitarfélaganna.

Vert að skoða