Bifreiðatryggingar og -gjöld
Bifreiðagjöld og iðgjöld skyldutrygginga eru fastur kostnaður sem fylgir því að reka bifreið.
Bifreiðatryggingar
- Skylt er að tryggja allar bifreiðar hjá tryggingafélagi með ábyrgðar- og slysatryggingu.
- Aðrar bifreiðatryggingar er frjálst að kaupa, til að mynda bílrúðu- og kaskótryggingar sem bæta tjón á eigin bifreið.
- Ábyrgðartrygging bætir allt tjón sem aðrir verða fyrir af völdum ökutækis.
- Slysatrygging greiðir ökumanni bifreiðar bætur ef hann slasast og einnig eiganda hennar sé hann farþegi í eigin bíl.
- Við eigendaskipti bifreiða getur kaupandi tilgreint hjá hvaða tryggingafélagi hann vill tryggja bílinn og er það tilkynnt viðkomandi félagi.
Bifreiðagjöld
- Bifreiðagjald er skattur sem leggst á öll ökutæki sem skráð eru hér á landi. Upphæð gjaldsins fer eftir þyngd ökutækis.
Reiknivél og umfjöllun um bifreiðagjald á vef rsk.is - Bifreiðagjald er greitt tvisvar á ári og innheimtu þess annast ríkisskattstjóri.
- Séu bifreiðagjöld ekki greidd á tilskildum tíma mega lögregla og skoðunaraðilar klippa skráningarmerki af bifreið og er þá óheimilt að nota hana.
- Þeir sem njóta örorku- eða umönnunarbóta geta átt rétt á niðurfellingu bifreiðagjalds. Einnig ellilífeyrisþegar sem fá uppbót vegna reksturs bifreiðar.
Um bifreiðagjald á vef rsk.is
Bifreiðamál á vef tr.is
Önnur gjöld
- Úrvinnslugjald er lagt á öll ökutæki og innheimt árlega jafnhliða bifreiðagjaldi.
Úrvinnslugjald á vef rsk.is - Kílómetragjald er innheimt vegna ökutækja og eftirvagna yfir vissri þyngd.
Kílómetragjald á vef rsk.is - Umferðaröryggisgjald er greitt við hverja skoðun eða skráningu ökutækis og rennur til Samgöngustofu.
- Bifreið má flytja tollfrjálst til landsins tímabundið að uppfylltum vissum skilyrðum.
Um undanþágur frá greiðslu aðflutningsgjalda á vef Tollstjóra
Vert að skoða
- Bílastæðasjóður: bílastæði, íbúakort, gsm-greiðslukerfi og fleira
- P-merki og P-stæði, upplýsingar á vef Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar
- Um bifreiðahlunnindi á vef RSK
- Úrvinnsla og endurgjald fyrir hjólbarða á vef Úrvinnslusjóðs