Heilsa og öryggi

Gott er kynna sér hvernig best er að tryggja öryggi og heilsu á ferðalögum og hvaða rétt landsmenn hafa til heilbrigðisþjónustu í útlöndum.

Heilsa og öryggi á ferðalögum erlendis

Heilsa og tryggingar

 • Oft er nauðsynlegt að láta bólusetja sig gegn sjúkdómum sem landlægir eru í ýmsum löndum. Sumar bólusetningar þarf að gera með góðum fyrirvara.
  Bólusetningar ferðamanna á vef embættis landlæknis
 • Þeir sem vegna sjúkdóma verða að hafa meðferðis lyf sem innihalda ávana- og fíkniefni þurfa að hafa sérstakt vottorð í fórum sínum sé ferðast milli Schengen-landa. Slíkt vottorð gefa læknar út og embætti landlæknis staðfestir.
  Um Schengen lyfjavottorð á vef embættis landlæknis
 • Evrópska sjúkratryggingakortið tryggir rétt til ákveðinnar heilbrigðisþjónustu á ferðalögum í löndum EES og Sviss. Ríkisborgarar Íslands og annarra EES-landa sem eru búsettir og sjúkratryggðir á Íslandi geta fengið kortið hjá Sjúkratryggingum Íslands.

Evrópska sjúkratryggingakortið á vef Sjúkratrygginga
Göngudeild sóttvarna, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

 • Ferðamenn í löndum utan EES þurfa yfirleitt að greiða að fullu fyrir veitta læknisaðstoð en sækja má um endurgreiðslu sjúkrakostnaðar hjá Sjúkratryggingum Íslands við heimkomu. Ráðlegt er að hafa tryggingaryfirlýsingu frá Sjúkratryggingum Íslands meðferðis þegar ferðast er til þessara landa.
  Hagnýtar upplýsingar fyrir ferðamenn á vef Sjúkratrygginga
 • Almannatryggingar greiða ekki fyrir heimflutning vegna alvarlegra veikinda eða andláts.
 • Tryggingafélög bjóða ferðatryggingar sem tryggja fleiri þætti en íslensk sjúkratrygging og veita aðgang að neyðarþjónustu eða neyðarnúmeri sem hringja má í.
 • Þegar ferðast er til annarra landa á eigin bifreið þarf að hafa alþjóðlegt ábyrgðarkort, svokallað grænt kort. Kortið er staðfesting á ábyrgðartryggingu bílsins sem gildir í ríkjum EES auk nokkurra annarra.

Öryggi

Vert að skoða