Utanferðir - Hagnýtt
Ábendingar sem koma að gagni þegar ferðast er út fyrir landsteinana.
Réttindi flugfarþega og fleira á vef Samgöngustofu
Ferðast með börn
- Fari foreldrar sameiginlega með forsjá barns er öðru foreldrinu óheimilt að fara með barn úr landi án samþykkis hins.
- Sama á einnig við þegar barn ferðast eitt eða með öðrum en foreldrum.
Vefur sýslumanna
- Á vefsíðu Þjóðskrár Íslands er hægt að panta fæðingarvottorð barns sem sýnir hverjir eru foreldrar þess.
- Einnig hægt að panta vottorð um það hverjir fara með forsjá barns.
Rafræn pöntun vottorða á vef Þjóðskrár Íslands
Ökuréttindi
- Íslenskt ökuskírteini gildir á Norðurlöndum og þeim löndum sem eru innan EES.
- Í flestum öðrum löndum ber að framvísa sérstöku alþjóðlegu ökuskírteini, jafnframt eigin ökuskírteini.
- Sótt er um alþjóðlegt ökuskírteini hjá sýslumönnum og hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB). Skírteinið gildir í eitt ár frá útgáfu.
- Ekki er öruggt að hafa gamla útgáfu ökuskírteinis á ferðalögum erlendis þar sem gildistími þess er ekki alltaf rétt skráður og ökuréttindi sem þar koma fram ekki í samræmi við gildandi staðla.
Um alþjóðlegt ökuskírteini á vef FÍB
Tollfríðindi
- Ferðamönnum er heimilt að hafa ákveðið magn af verslunarvöru, áfengi, tóbaki og fleiru með sér inn í landið tollfrjálst.
- Þeir sem hafa tollskyldan varning í fórum sínum eiga að framvísa honum í rauðu tollhliði við heimkomu.
- Vissar takmarkanir eru á því hvaða vörur ferðamenn geta flutt með sér til landsins og í sumum tilvikum þarf að sækja um leyfi fyrir innflutningi.
- Innflutningsbann er á ýmsum varningi svo sem ósoðnum matvælum, munntóbaki, ávana- og fíkniefnum og fleiru.
Upplýsingar um tollfrjálsan farangur á vef Tollstjóra
Endurgreiddur virðisaukaskattur
- Ferðamenn geta fengið endurgreiddan hluta virðisaukaskatts af varningi sem keyptur er erlendis.
- Framvísa þarf kvittunum og öðrum tilskildum gögnum á brottfararflugvelli til að fá virðisaukaskatt endurgreiddan.
- Nákvæmt fyrirkomulag endurgreiðslu er misjafnt eftir löndum og flugvöllum og ráðlegt að kynna sér það.
Um afgreiðslu virðisaukaskatts í Leifsstöð
Fatlaðir og hreyfihamlaðir flugfarþegar
- Fatlaðir og hreyfihamlaðir sem ferðast með flugi eiga vissan rétt á endurgjaldslausri aðstoð við að komast ferða sinna um flughafnir og á sérstökum aðbúnaði á flugi.
- Þetta gildir um flug innan landa Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins.
- Óskir um slíka þjónustu verða að koma fram þegar flugfar er pantað eða innan annarra tímamarka sem sett eru.
- Nánari upplýsingar er að fá hjá flugrekendum, ferðaskrifstofum og á flugvöllum.
Upplýsingar fyrir fatlaða flugfarþega á vef Samgöngustofu
Vert að skoða
- Undirbúningur ferðalags, Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytis
- Leifsstöð: hagnýtar upplýsingar og flugáætlanir
- Réttindi farþega á vef Samgöngustofu
- Upplýsingar um ferðalög á vef Your Europe (á ensku)