Óbyggðir
Ráðlegt er að gæta fyllsta öryggis á ferð um óbyggðir landsins, undirbúa ferðir og kynna sér aðstæður vel.
Láttu vita af ferðum þínum!
Mikilvægt er að einhverjir ættingjar eða vinir þekki ferðaáætlun þeirra sem ferðast í óbyggðum. Ef ferðalangar láta ekki vita af sér eða skila sér á áfangastað á áætluðum tíma er hægt að grípa til ráðstafana.
Öryggi í óbyggðum
- Fjarskiptabúnaður er mikilvægt öryggistæki þeirra sem ferðast fjarri byggð.
Útbreiðslukort og tíðnitöflur á vef Póst- og fjarskiptastofnunar - Notendur GPS staðsetningartækja geta nýtt sér ókeypis aðgang að forriti hjá Landmælingum Íslands, sem reiknar hnit milli mismunandi hnitakerfa og viðmiðana.
Cocodati vörpunarforritið
Stafræn gögn á vef Landmælinga Íslands - Nauðsynlegt er að skipuleggja ferðir sínar með tilliti til veðurútlits.
Veðurlýsingar og –spár hjá Veðurstofu Íslands - Neyðarskýli Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru staðsett við strendur og á hálendi Íslands. Þau má eingöngu nota í neyðartilvikum.
- Gæta ber varúðar þegar ferðast er í námunda við eldstöðvar eða í fjalllendi þar sem snjóflóðahætta getur verið.
Jarðskjálftafréttir hjá Veðurstofu Íslands
Náttúruvá á island.is
- Sprungusvæði á jöklum eru síbreytileg og mjög varasöm og óráðlegt að leggja í jöklaferðir nema afla sér upplýsinga hjá kunnugum. Einnig þarf að gæta ítrustu varkárni við ár og kynna sér fær vöð yfir þær.
- Ferðamenn sem hyggja á ferðir um óbyggðir geta látið Slysavarnafélaginu Landsbjörg í té ferðaáætlun sína. Ef viðkomandi skilar sér ekki á áfangastað á áætluðum tíma er hafin eftirgrennslan. Þetta á sér í lagi við göngufólk og aðra sem ekki eru í skipulögðum ferðum.
Ferðaáætlunin á vefnum Safetravel.is.
- Neyðarnúmer á Íslandi er 112 – EINN EINN TVEIR.
Í 112 er svarað öllum neyðarköllum og brugðist við eftir eðli þeirra hvort sem þörf er á leit, björgun eða annarri bráðaaðstoð vegna sjúkdóma eða óhappa.
Neyðarlínan 112 – EINN EINN TVEIR
Vert að skoða
- Almannavarnir
- Almannaöryggi á vef stjórnarráðsins
- Ástand fjallvega
- Ferðafélag Íslands – ferðaupplýsingar og skálagisting
- Ferðafélagið Útivist – ferðaupplýsingar og skálagisting
- Náttúra, á vef Umhverfisstofnunar
- Slysalaust ferðalag
- Slysavarnadeildir og upplýsingar á vef Slysavarnafélagsins Landsbjargar
- Tetra-talstöðvakerfið á vef Neyðarlínunnar
- Vatnajökulsþjóðgarður
- Veðurstofa Íslands
- Vegasjá Vegagerðarinnar
- Vinir Vatnajökuls
- Þingvellir
- Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull
- Örnefnasjá Landmælinga Íslands