Greiðsluerfiðleikar

Allir geta lent í erfiðleikum með fjármál sín og óvænt atvik geta komið upp sem hafa áhrif á fjárhag fólks og afkomu. Það eru ýmis úrræði fyrir hendi í samfélaginu til að takast á við vandann, en brýnast er þó að gera eitthvað strax í málunum.

Greiðsluerfiðleikar

  • Umboðsmaður skuldara veitir fólki sem á í greiðsluerfiðleikum endurgjaldslausa ráðgjöf. Ráðgjöfin felst í að aðstoða fólk við að fá yfirsýn yfir fjárhagsstöðuna eins og hún er í dag og leita leiða til úrbóta.
  • Íbúðalánasjóður býður upp á nokkur úrræði vegna greiðsluerfiðleika. Helstu leiðir eru samningar, skuldbreyting, frestun á greiðslum og lenging lánstíma.
  • Meðlagsgreiðandi getur leitað úrræða hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga vegna vanskila.
  • Bankar og aðrar lánastofnanir og fjármálafyrirtæki, veita ráðgjöf um leiðir til að leysa úr greiðsluerfiðleikum.
  • Hægt er að sækja um réttaraðstoð til nauðasamninganefndar til að standa straum af kostnaði við að koma á nauðasamningi.
    Umsókn um réttaraðstoð til að leita nauðasamninga


  Greiðsluerfiðleikar á greidsluerfidleikar.is
Umboðsmaður skuldara

Vert að skoða


Lög og reglugerðir