Umboðsmaður skuldara

Hlutverk umboðsmanns skuldara er að gæta hagsmuna og réttinda skuldara. Hann skal hafa milligöngu um samskipti og samninga við lánadrottna með hagsmuni skuldara að leiðarljósi.

Embætti umboðsmanns skuldara

  • Embætti Umboðsmanns skuldara á að veita fólki sem á í verulegum skulda- og greiðsluerfiðleikum endurgjaldslausa aðstoð við að öðlast heildarsýn á fjármál sín og leita leiða til lausnar.
  • Embættið á að veita ráðgjöf og fræðslu um fjármál heimilanna og aðstoða við samninga um greiðsluaðlögun. 
  • Þá á umboðsmaður skuldara að útbúa framfærsluviðmið og uppfæra þau reglulega. 
  • Einnig á hann að taka við erindum og ábendingum frá skuldurum varðandi galla á lánastarfsemi og koma þeim á framfæri við viðeigandi aðila. 
Umboðsmaður skuldara

Lög og reglugerðir