Skattar einstaklinga

Allir sem eru skattskyldir á Íslandi og hafa tekjur yfir skattleysismörkum greiða skatta af launum sínum sem fara í sameiginlegan sjóð landsmanna.

Persónuafsláttur

 • Persónuafsláttur er skattaafsláttur. Allir sem eru 16 ára og eldri og eru heimilisfastir á landinu eiga rétt á persónuafslætti.
 • Persónuafsláttur er að fullu millifæranlegur á milli hjóna eða sambúðarfólks.
 • Persónuafslætti má safna upp á milli mánaða og eftir atvikum nýta afslátt sem maki hefur ekki nýtt sér.
 • Uppsafnaður persónuafsláttur sem ekki er nýttur innan skattárs fellur niður við upphaf nýs árs.
  Persónuafsláttur, á vef rsk.is

Upplýsingar um rafrænan persónuafslátt á rsk.is

Skattur af launum einstaklinga

 • Skattur af launum einstaklinga skiptist annars vegar í tekjuskatt til ríkisins og hins vegar í útsvar til sveitarfélaga.
 • Skattleysismörk taka mið af persónuafslætti og staðgreiðsluhlutfallinu og eru það mörkin sem miðað er við áður en skattur er greiddur af laununum.
 • Atvinnurekandi dregur staðgreiðsluna af launum launþegans og skilar til innheimtumanns ríkissjóðs.
 • Launþegar sem starfa á fleiri en einum stað þurfa að upplýsa atvinnurekendur um önnur launuð störf til að rétt hlutfall tekjuskatts sé dregið af launum.
 • Tekjuskattsþrep launþega eru tvö: 22,5% og 31,8%. Launþegar greiða því:
  • 22,5% af tekjum undir 927.087 kr. á mánuði og
  • 31,8% af tekjum yfir 927.087 kr. á mánuði.
 • Útsvarið sem launþegar greiða af launum sínum er einn af tekjustofnum sveitarfélaga og er það mismunandi eftir sveitarfélögum.
 • Við staðgreiðslu útsvars er miðað við meðalútsvar allra sveitarfélaga. Á árinu 2019 er meðalútsvar 14,44%, lágmarksútsvar er 12,44% en hámarksútsvar 14,52%.

 • Staðgreiðsluhlutfall ársins er 36,94% á tekjur í fyrsta þrepi og 46,24% í öðru þrepi.
 • Allir 16 til 70 ára og með tekjur yfir skattleysismörkum greiða föst gjöld í Framkvæmdasjóð aldraðra og til reksturs Ríkisútvarps. Þessi gjöld eru nefskattur en það er skattur sem leggst jafnt á alla.
 • Börn yngri en 16 ára hafa sérstakt frítekjumark og greiða 6% af tekjum sem fara yfir frítekjumarkið í skatt.

Persónuafsláttur á mánuði: 56.447 kr.
Skattleysismörk á mánuði: 159.174 kr. miðað við launþega með 4% lífeyrissparnað, 152.807 kr. miðað við ellilífeyrisþega.
Tekjuskattsprósenta: 22,5% og 31,8%
Meðalútsvar: 14,44%
Staðgreiðsluhlutfall*: 36,94% og 46,24%

Tafla - Dæmi um útreikning

Upplýsingar fyrir árið 2019:

Persónuafsláttur á mánuði: 56.447 kr.
Skattleysismörk á mánuði: 159.174 kr. miðað við launþega með 4% lífeyrissparnað, 152.807 kr. miðað við ellilífeyrisþega.
Tekjuskattsprósenta: 22,5% og 31,8%
Meðalútsvar: 14,44%
Staðgreiðsluhlutfall*: 36,94% og 46,24%


*Tekjuskattsprósenta + meðalútsvar.

Skýring:

Launþegi greiðir 22,5% tekjuskatt af launum að 927.087 kr. Af laununum er einnig greitt útsvar sem er 14,44% að meðaltali árið 2019. Staðgreiðsluhlutfall launþegans er því 46,24% af þeim launahluta sem fer yfir 927.087 á mánuði.

Upplýsingar fyrir árið 2018:

Persónuafsláttur á mánuði: 53.895 kr.
Skattleysismörk á mánuði: 151.978 kr. miðað við launþega með 4% lífeyrissparnað, 145.899 kr. miðað við ellilífeyrisþega.
Tekjuskattsprósenta: 22,5% og 31,8%
Meðalútsvar: 14,44%
Staðgreiðsluhlutfall*: 36,94% og 46,24%


*Tekjuskattsprósenta + meðalútsvar.

Skýring:

Launþegi greiðir 22,5% tekjuskatt af launum að 893.713 kr. Af laununum er einnig greitt útsvar sem er 14,44% að meðaltali árið 2018. Staðgreiðsluhlutfall launþegans er því 46,24% af þeim launahluta sem fer yfir 893.713 kr. á mánuði.

Samsköttun við álagningu opinberra gjalda 2019

 • Samskatta skal við álagningu opinberra gjalda ef annar makinn (A) er með tekjur yfir 11.125.045 kr. og hinn makinn (B) er með tekjur undir 11.125.045 kr.
 • 50% af því sem B nýtir ekki skal færa frá B til A og skattleggja hjá honum það sem umfram er 11.125.045 kr., þó að hámarki 5.562.523 kr.

Samsköttun við álagningu opinberra gjalda 2018

 • Samskatta skal við álagningu opinberra gjalda ef annar makinn (A) er með tekjur yfir 10.724.553 kr. og hinn makinn (B) er með tekjur undir 10.724.553 kr.
 • 50% af því sem B nýtir ekki skal færa frá B til A og skattleggja hjá honum það sem umfram er 10.724.553 kr., þó að hámarki 5.362.284 kr.

Reiknaðu út hvað greitt er í skatt af laununum
Staðgreiðsla á vef rsk.is

Skattframtalið

 • Skylda er að skila inn skattframtali til ríkisskattstjóra í marsmánuði ár hvert. Á skattframtali eru gefnar upplýsingar um tekjur, eignir og skuldir frá fyrra ári.
 • Ríkisskattstjóra er heimilt að ákveða að framtalsskil einstaklinga utan atvinnurekstrar skuli almennt vera með rafrænum hætti og málsmeðferð verði rafræn eftir því sem við á.
 • 1. júní fá einstaklingar senda innheimtu- og álagningarseðla frá ríkisskattstjóra. Á þeim koma fram upplýsingar um skattauppgjörið.
 • Ef skattgreiðandi hefur greitt of mikið í skatt þá fær hann það greitt til baka. Ef of lítið hefur verið greitt í skatt, þá þarf skattgreiðandinn að greiða það sem á vantar.


Vefframtalinu er skilað á þjónustuvef ríkisskattstjóra (nýr gluggi)

Aðrir skattar

 • Einstaklingar greiða 22% skatt af fjármagnstekjum. Þó skal ekki reikna tekjuskatt af heildarvaxtatekjum að fjárhæð 150.000 kr. á ári hjá manni og 50% af tekjum manns af útleigu íbúðarhúsnæðis til búsetu leigjanda.
 • Fjármagnstekjur eru:
 • Vaxtatekjur
 • Arður
 • Söluhagnaður
 • Leigutekjur
 • Erfðafjárskattur er 10% en ekki er greiddur skattur af fyrstu einni og hálfri milljóninni af skattstofni dánarbús.
 • Sumir happdrættisvinningar eru skattlagðir. Listi yfir happdrætti sem greiða skattfrjálsa vinninga er birtur í leiðbeiningum með skattframtali einstaklinga.

Vert að skoða

Lög og reglugerðir