Andlát forsjárforeldris

Í barnalögum er kveðið á um að verði barn forsjárlaust vegna andláts foreldra hverfi forsjá til barnaverndarnefndar.

Andlát forsjárforeldris


Með samningi eða dómi er hægt að fela öðrum forsjá barns en þeim sem fær hana sjálfkrafa samkvæmt barnalögum.

  • Hafi foreldri, sem fellur frá, farið eitt með forsjá fer forsjáin til hins foreldrisins.
  • Fari báðir foreldrar með forsjá og annað fellur frá heldur hitt foreldrið áfram að fara með forsjá.
  • Nú hefur annað foreldrið farið með forsjá barns og fer þá stjúpforeldri eða sambúðarforeldri, sem einnig hefur farið með forsjána, áfram með forsjá eftir andlát forsjárforeldris.
  • Samkvæmt lögum geta forsjárforeldrar eða forsjárforeldri útbúið skriflega yfirlýsingu um það hver skuli fara með forsjá barns að þeim látnum.

Vert að skoða

Lög og reglugerðir