Barnabætur

Barnabætur eru ákveðin upphæð sem greidd er til foreldra með hverju barni fram að 18 ára aldri.


Reiknivél til að áætla barnabætur og almennar upplýsingar á vef RSK

Barnabætur

  • Með hverju barni innan 18 ára aldurs greiðast tekjutengdar barnabætur.
  • Ekki þarf að sækja um barnabætur.
  • Upphæð barnabóta fer eftir tekjum foreldra, hjúskaparstöðu og barnafjölda.
  • Skattayfirvöld annast útreikning barnabóta sem grundvallast á skattframtali.
  • Hafi foreldrar skilið að skiptum greiðast barnabætur því foreldri sem barnið hefur lögheimili hjá.
  • Barnabætur eru greiddar út ársfjórðungslega. 1. febrúar, 1. maí, 1. júlí og 1. október.
  • Barnabætur eru greiddar út af Fjársýslu ríkisins. Þær teljast ekki til tekna og eru ekki skattskyldar. Barnabætur má ekki taka upp í skattaskuldir einstaklinga.

Vert að skoða

Lög og reglugerðir