Faðerni
Samkvæmt lögum á barn rétt á að þekkja báða foreldra sína.
Feðrun/mæðrun barns
- Ef móðir er hvorki í hjónabandi eða skráðri sambúð við fæðingu barns þá er barnið ófeðrað. Móður ber að gera ráðstafanir til að feðra barn, annað hvort afla viðurkenningar lýsts föður á faðerni eða höfða dómsmál til að feðra barn.
- Fæðist barn í hjónabandi móður, telst eiginmaður hennar faðir þess.
- Fæðist barn stuttu eftir skilnað, telst fyrrverandi eiginmaður móður faðir þess.
- Ef móðir er í skráðri sambúð við fæðingu barns með manni sem hún lýsir föður þess, telst hann faðir barnsins.
- Ef móðir og sá sem hún hefur lýst föður skrá sig síðar í sambúð, telst hann faðir barnsins ef það er enn ófeðrað.
- Kona sem elur barn, getið við tæknifrjóvgun, telst móðir þess.
- Barn einhleyprar konu sem getið er við tæknifrjóvgun verður ekki feðrað.
- Maður sem samþykkti tæknifrjóvgun eiginkonu sinnar eða skráðrar sambýliskonu telst faðir barns.
- Kona sem samþykkti tæknifrjóvgun eiginkonu sinnar eða skráðrar sambýliskonu telst foreldri barns.
- Maður sem gefur sæði í þeim tilgangi að það verði notað við tæknifrjóvgun annarrar konu en eiginkonu eða sambýliskonu verður ekki dæmdur faðir barns.
Faðernisviðurkenning
- Móðir og faðir fylla út eyðublað vegna feðrunar barns sem sent er í bréfpósti eða farið með í afgreiðslu Þjóðskrár Íslands án atbeina sýslumanns. Tveir vottar þurfa að vera að undirritun föður.
Faðerni barns og faðernisviðurkenning
- Móðir lýsir ákveðinn mann föður að barni sínu á eyðublaði sem skilað er á skrifstofu sýslumanns.
Yfirlýsing móður um faðerni barns og beiðni um faðernisviðurkenningu - Ef lýstur faðir viðurkennir faðerni barns undirritar hann yfirlýsingu í viðurvist sýslumanns. Hann þarf að framvísa persónuskilríkjum með mynd.
- Lýstur faðir getur óskað eftir því að blóðrannsókn fari fram áður en hann undirritar faðernisviðurkenningu. Hann undirritar þá sérstaka yfirlýsingu.
- Ef lýstur faðir viðurkennir ekki að vera faðir barns þarf að höfða faðernismál fyrir dómi.
Dómsmál höfðað
- Barnið sjálft, móðir þess eða karlmaður sem telur sig vera föður ófeðraðs barns geta höfðað faðernismál.
- Ef barnið sjálft höfðar mál gerir lögráðamaður það fyrir þess hönd. Málskostnaður greiðist úr ríkissjóði.
- Faðernismáli getur lokið með sátt móður og manns sem hún kenndi barnið eða með dómi.
- Barnið sjálft, móðir þess eða skráður faðir geta höfðað mál ef talið er að barn sé ekki rétt feðrað.
- Dómari getur ákveðið að blóðrannsókn verði gerð á móður, lýstum föður og barni sem og aðrar sérfræðilegar rannsóknir til að leiða í ljós faðerni.
Vert að skoða
- Faðerni á vef sýslumanna
- Faðerni á vef Sýslumannsins í Reykjavík
- Meðlag á vef sýslumanna
- Meðlag á vef Sýslumannsins í Reykjavík
- Meðlag á vef Tryggingastofnunar ríkisins
- Meðlag á Ísland.is
- Umboðsmaður barna
- Félags- og fjölskyldumál á vef stjórnarráðsins