Fæðingar- og foreldraorlof
Við fæðingu, ættleiðingu og varanlegt fóstur barns eiga foreldrar rétt á launuðu orlofi. Þeir fá greiðslur eða styrk úr Fæðingarorlofssjóði, eftir því hver staða þeirra á vinnumarkaði er.
Umsókn um fæðingarorlof
Öllum umsóknum, skattkortum og fylgigögnum á að skila til Fæðingarorlofssjóðs á Hvammstanga. Þjónustuskrifstofur Vinnumálastofnunar taka einnig við gögnum. Umsóknir hjá Fæðingarorlofssjóði
Umsóknir
- Sækja þarf um greiðslur í fæðingarorlofi til Fæðingarorlofssjóðs hjá Vinnumálastofnun. Leiðbeiningar og eyðublöð er hægt að fá hjá þjónustuskrifstofum Vinnumálastofnunar um land allt.
- Skila þarf umsókn um fæðingarorlof í síðasta lagi sex vikum fyrir áætlaðan fæðingardag.
- Skila þarf umsókn um fæðingarstyrk í síðasta lagi þremur vikum fyrir áætlaðan fæðingardag.
- Tilkynna þarf vinnuveitanda um tilhögun fæðingarorlofs í síðasta lagi átta vikum fyrir væntanlegan fæðingardag barns.
- Ef ágreiningur rís um fæðingar- og foreldraorlofsmál, til að mynda á milli vinnuveitanda og starfsmanns eða vegna afgreiðslu Vinnumálastofnunar, má kæra málið til úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála.
Lengd orlofs
- Báðir foreldrar eiga rétt á greiðslum í fæðingarorlofi í þrjá mánuði sem er sjálfstæður og óframseljanlegur réttur. Þetta þýðir að annað foreldri getur ekki látið sinn rétt ganga til hins. Foreldrar eiga auk þess sameiginlegan rétt á þremur mánuðum til viðbótar sem annar getur tekið eða þeir skipt á milli sín.
- Við sérstakar aðstæður er heimilt að færa réttindi til fæðingarorlofs og
fæðingarstyrks á milli foreldra; við andlát, vegna sjúkdóma eða
afplánunar refsivistar annars foreldris.
- Við sérstakar aðstæður er heimilt að færa réttindi til fæðingarorlofs og
fæðingarstyrks á milli foreldra; við andlát, vegna sjúkdóma eða
afplánunar refsivistar annars foreldris.
- Námsmenn og aðrir foreldrar utan vinnumarkaðar eða í minna en 25% starfi eiga hvort um sig að, ákveðnum skilyrðum uppfylltum, rétt á fæðingarstyrk í allt að þrjá mánuði. Til viðbótar er þriggja mánaða sameiginlegur réttur sem þeir geta skipt á milli sín eða annað foreldrið tekið að fullu.
- Sveigjanleiki er á tilhögun fæðingarorlofs en það má taka í einu lagi ellegar hafa samráð við vinnuveitanda um að skipta því á fleiri tímabil eða taka á lengri tíma samhliða minnkuðu starfshlutfalli. Þeir sem fá fæðingarstyrk verða þó að taka óskipt orlof.
- Réttur foreldra til fæðingarorlofs fellur niður við 24 mánaða aldur barns.
- Réttur foreldra sem eru utan vinnumarkaðar til fæðingarstyrks fellur niður við 24 mánaða aldur barns.
- Réttur foreldra í fullu námi til fæðingarstyrks fellur niður við 24 mánaða aldur barns.
- Réttur kjörforeldra og fósturforeldra til fæðingarorlofs fellur niður 24 mánuðum eftir að barnið kemur inn á heimilið.
- Réttur kjörforeldra og fósturforeldra sem eru utan vinnumarkaðar til fæðingarstyrks fellur niður 24 mánuðum eftir að barnið kemur inn á heimilið.
- Réttur kjörforeldra og fósturforeldra sem eru í fullu námi til fæðingarstyrks fellur niður 24 mánuðum eftir að barnið kemur inn á heimilið.
Fæðingarorlofssjóður Reglur um fæðingarorlof og fæðingarstyrk, reiknivél og fleira.
Greiðslur
- Gert er ráð fyrir að þeir sem þiggja greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði stundi ekki vinnu á meðan þær vara.
- Greiðslur nema 80% af meðaltali heildarlauna foreldris á ákveðnu tímabili fyrir fæðingu barns. Greiðslur geta þó aldrei farið niður eða upp fyrir viss mörk sem ákveðin eru á hverjum tíma.
-
Foreldrar í stéttarfélagi opinberra starfsmanna geta átt rétt á framlagi úr fjölskyldu- og styrktarsjóði síns félags, reynist greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði lægri en verið hefði samkvæmt eldri reglum.
- Til að úthlutun úr fjölskyldu- og styrktarsjóði eigi sér stað þarf
launagreiðandi að tilkynna sjóðnum um ráðningarkjör starfsmanns á þar
til gerðu eyðublaði.
Vottorð launagreiðanda um ráðningarkjör (word, 68 kb)
- Til að úthlutun úr fjölskyldu- og styrktarsjóði eigi sér stað þarf
launagreiðandi að tilkynna sjóðnum um ráðningarkjör starfsmanns á þar
til gerðu eyðublaði.
Foreldraorlof
- Foreldraorlof er ólaunað leyfi frá störfum sem foreldrar geta tekið í allt að 16 vikur til að annast barn sitt og fylgir rétturinn hverju barni fram að 8 ára aldri þess.
- Foreldraorlof má taka í einu lagi, skipta niður í styttri tímabil eða taka með minnkuðu starfshlutfalli.
- Foreldraorlofi fylgja ekki greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði.
- Foreldrar geta ekki framselt rétt til foreldraorlofs sín á milli.
- Tilkynna þarf vinnuveitanda um töku foreldraorlofs í síðasta lagi sex vikum fyrir upphafsdag þess.
Fæðingar- og foreldraorlof á vef félagsmálaráðuneytis
Starfsréttindi
- Ekki má segja barnshafandi konu eða starfsmönnum í fæðingar- og foreldraorlofi upp starfi sínu, nema gildar og rökstuddar ástæður séu fyrir hendi.
Fæðingarorlof
- Í fæðingarorlofi ávinna foreldrar sér starfstengd réttindi og rétt til orlofstöku. Ríkisstarfsmenn ávinna sér einnig rétt til launa í í sumarorlofi en það gera launþegar á almennum vinnumarkaði ekki.
Foreldraorlof
- Foreldrar í foreldraorlofi safna ekki rétti til sumarorlofs eða ávinna sér önnur starfstengd réttindi á meðan á orlofinu stendur, en halda þeim réttindum sem þeir hafa þegar aflað.
Vert að skoða
- Dagvist barna á Ísland.is
- Greiðslur Tryggingastofnunar vegna barna
- Fæðingar- og foreldraorlof á vef félagsmálaráðuneytis
- Félags- og fjölskyldumál á vef stjórnarráðsins