Ófrjósemi/tæknifrjóvgun

Þeir sem vilja leita meðferðar við ófrjósemi geta snúið sér beint til IVF-Klíníkin Reykjavík sem starfar með leyfi heilbrigðisráðuneytis. Einnig má leita til síns læknis eða sérfræðings.

Ófrjósemi/tæknifrjóvgun

  • Það fer eftir orsökum ófrjóseminnar hvaða meðferð er ráðlögð en tæknifrjóvgun er ein þeirra sem koma til greina.

  • Nokkrar takmarkanir eru á því hvaða konur mega gangast undir tæknifrjóvgun þar sem meðal annars er tekið tillit til aldurs, heilsu og félagslegra aðstæðna. Ekki skiptir máli hver hjúskaparstaða konunnar er.

  • Kostnaður við tæknifrjóvgunarmeðferð er samkvæmt gjaldskrá IVF-Klíníkin Reykjavík
  • Ýmiss fjárstuðningur er í boði svo sem:

    • endurgreiðslur vegna ferðakostnaðar innanlands,
    • stuðningur stéttarfélaga við sína félagsmenn.
  • Þeir sem gefa kynfrumur (sæði/egg) geta óskað eftir nafnleynd.

  • Barn sem getið er með tæknifrjóvgun getur óskað eftir upplýsingum um uppruna sinn þegar það nær 18 ára aldri, hafi gjafi ekki óskað nafnleyndar.

Vert að skoða

Lög og reglugerðir