Til athugunar á meðgöngu
Gæta ber að ýmsu til að tryggja hreysti og velferð verðandi móður og barns hennar. Þar má nefna mataræði, andlega líðan og aðstæður daglegs lífs.
Mataræði og lífshættir
Mæðravernd á vef Heilsugæslunnar
Fólat - fyrir konur sem geta orðið barnshafandi
- Hollt mataræði, hvíld og hreyfing er mikilvæg fyrir heilsu og vellíðan barnshafandi konu og nauðsyn fyrir vöxt og þroska barns í móðurkviði.
- Forðast ætti að neyta sumra matvara á meðgöngu, svo sem hrárra fisk- og kjötafurða.
- Reykingar, óbeinar reykingar, áfengi, vímuefni og sum lyf geta haft skaðleg áhrif á fóstur.
- Ávallt ætti að ráðfæra sig við lækni eða ljósmóður áður en lyfja eða fæðubótarefna er neytt og upplýsa lækna og lyfjafræðinga um þungun við ávísun lyfja.
Fæðingarþunglyndi
- Mikilvægt er að þekkja einkenni fæðingarþunglyndis en talið er að allt að sjöunda hver íslensk kona finni fyrir andlegri vanlíðan eftir barnsburð.
- Einkenni koma oftast fram 6 - 8 vikum eftir fæðingu en geta birst á seinni hluta meðgöngu eða allt að ári eftir fæðingu.
- Móðir sem telur sig hafa fæðingarþunglyndi ætti að leita hjálpar hið fyrsta. Aðstandendur ættu einnig að hafa gát á líðan móður og aðstoða eftir mætti.
- Nærtækt er að leita ráðgjafar hjá læknum, ljósmæðrum og hjúkrunarfræðingum á heilsugæslustöðvum en meðferð við fæðingarþunglyndi er mismunandi eftir alvarleika þess.
- Ómeðhöndlað þunglyndi móður getur haft skaðleg áhrif á þroska barns, tengslamyndun og andlega heilsu móður til frambúðar.
Greinar um fæðingarþunglyndi á vefnum persona.is
Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis
Þjóð gegn þunglyndi á vef embættis landlæknis
Félagslegar aðstæður
- Ef barnshafandi kona glímir við persónulega erfiðleika, eins og fjárhagsvanda, erfiðar fjölskylduaðstæður eða þunglyndi, má leita ráða hjá þeim sem annast mæðravernd.
- Félagsráðgjafar, sálfræðingar og starfsfólk hjá velferðar/félagsþjónustum sveitarfélaga bjóða viðtöl og veita ráðgjöf um réttindi og félagslega aðstoð.
Dæmi um félagslega ráðgjöf hjá sveitarfélögunum
Reykjavíkurborg Akranes
Árborg Fjarðabyggð