Fara beint í efnið

Fjármál hjóna, almennar upplýsingar um réttindi

Æskilegt er að gift fólk þekki stöðu sína og rétt gagnvart lögum. Það getur haft mikið að segja um fjárhagslega afkomu ef breytingar verða á aðstæðum. 

Hjónaband

Réttarstaða giftra er sú sama hvort heldur hjónaband er borgaralegt eða kirkjulegt.

Gift fólk er framfærsluskylt hvort gagnvart öðru og eiga gagnkvæman erfðarétt.

Öðrum einstaklingnum er óheimilt að ráðstafa íbúðarhúsnæði eða húsnæði sem þau nota til atvinnustarfsemi, nema með samþykki hins.

Gift fólk ber ekki ábyrgð á skuldum makans nema skriflegt samþykki liggi fyrir. Undantekning frá þessu eru skattskuldir, skuldir vegna heimilishalds, þarfa barna eða húsaleigu.

Helmingaskiptaregla er meginregla við skilnað sem þýðir að eignum er skipt að jöfnu á milli fólks, þó að frádregnum skuldum.

Gift fólk getur gert með sér kaupmála þar sem kveðið er á um að viss verðmæti séu séreign annars makans og því ekki skipt upp við skilnað. Kaupmála er ráðlegt að gera með aðstoð lögmanna. Kaupmála þarf svo að staðfesta og og skrá í kaupmálabók sem sýslumenn halda.

Nánar upplýsingar um kaupmála er að finna á vef sýslumanna.

Vert að skoða

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15