Hjónaband

Við 18 ára aldur getur fólk gengið í hjónaband. Í gildandi lögum er meðal annars sagt til um gagnkvæmar skyldur.

Einstaklingar í hjónabandi eru í hvívetna jafnréttháir í hjúskap sínum og bera jafnar skyldur hvorir gagnvart öðrum og börnum sínum. Þeim ber að sýna hvor öðrum trúmennsku, styðja hvorn annan og gæta sameiginlega hagsmuna heimilisins og fjölskyldu.                                                      Úr hjúskaparlögum.

Hjónavígsla

 • Hjónavígsla getur verið kirkjuleg eða borgaraleg.
 • Hjónaband hefur sama gildi gagnvart lögum hvort sem stofnað hefur verið til þess á trúarlegum eða borgaralegum grunni.
 • Prestar og forstöðumenn skráðra trúfélaga annast kirkjulegar/trúarlegar hjónavígslur.
 • Sýslumenn og forstöðumenn lífsskoðunarfélaga framkvæma borgaralegar hjónavígslur.
 • Til að hjónavígsla geti farið fram þarf að uppfylla svokölluð hjónavígsluskilyrði og önnur skilyrði sem fjalla meðal annars um:
  • aldur, skyldleika og lok fyrri hjúskapar,
  • gögn og vottorð sem skila þarf til réttra aðila,
  • svaramenn og hjónavígsluvotta.
 • Ef annar einstaklingur eða báðir hafa erlendan ríkisborgararétt eða er búsettir erlendis þarf að útvega gögn frá sínu heimalandi. Rétt er að ætla sér góðan tíma til undirbúnings og kynna sér reglur þar að lútandi.

Um hjónavígslur á vef sýslumanna

Vert að skoða

Lög og reglugerðir