Stjúpfjölskyldur
Stjúpfjölskyldur samanstanda af barni eða börnum, kynforeldri og stjúpforeldri sem tekur þá að sér foreldrahlutverkið.
Stjúpfjölskyldur
- Ef foreldri sem fer eitt með forsjá barns síns gengur í hjúskap, eða tekur upp sambúð með öðrum en kynforeldri barnsins, er forsjá barns einnig hjá stjúpforeldri eða sambúðarforeldri. Þetta á einungis við ef skráð sambúð hefur varað samfleytt í eitt ár.
- Stjúpforeldrið eða sambúðarforeldrið hefur eingöngu forsjá meðan hjúskapur eða sambúð stendur nema ef forsjárforeldri andast en þá fer stjúp- eða sambúðarforeldri áfram með forsjána nema annað hafi verið ákveðið eða telst barninu fyrir bestu.
Tengt efni á island.is
Andlát forsjárforeldris
Forsjármál við sambandsslit
Vert að skoða
- Málefni fjölskyldunnar á vef umboðsmanns barna
- Félags- og fjölskyldumál á vef stjórnarráðsins
- Stjúptengsl, vefur um stjúpfjölskyldur
- Ættleiðingar á Ísland.is