Endurútreikningur atvinnuleysisbóta vegna greiðslna úr séreignarlífeyrissjóðum
Ef þú ert 60 ára eða eldri og hefur fengið greiðslur úr séreignarlífeyrissjóði á sama tíma og þú varst á atvinnuleysisskrá frá 1. mars 2009 og atvinnuleysisbætur þínar hafa verið skertar af þeim sökum, gætir þú átt rétt á endurgreiðslu úr Atvinnuleysistryggingasjóði sem nemur fjárhæð skerðingar.
Umsóknareyðublaðið er hægt að sækja á vef Vinnumálastofnunar. Nauðsynlegt er að láta kvittun eða greiðsluyfirlit vegna greiðslna úr séreignarlífeyrissjóði fylgja með umsókn um endurútreikning. Umsóknarfrestur er til 1. september og fer greiðsla fram 1. október nk.