Minni helgarumferð í sumar en í fyrra

30.8.2010

Mesta umferðarhelgi sumarsins var 16.-18. júlí samkvæmt talningu Vegagerðarinnar. Þá var umferð um vegi landsins þremur prósentum meiri en um verslunarmannahelgina þegar hún var næstmest.

Athygli vekur hve jöfn og mikil umferð var síðustu helgina í júní og tvær næstu helgar þar á eftir eru, eða svipað og um verslunarmannahelgina. Meðalhelgarumferð í sumar var 2,3% minni en í fyrra en 0,9% meiri en í hitteðfyrra.

Frétt Vegagerðarinnar