Ný norræn upplýsingasíða um notendastýrða persónulega aðstoð

31.8.2010

Norræna upplýsingasíðu um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlaða hefur verið tekin í gagnið. Allar Norðurlandaþjóðirnar stóðu að verkefninu undir stjórn Íslendinga og er síðan vistuð á vef félags- og tryggingamálaráðuneytisins.

Notendastýrð persónuleg aðstoð felst í því að fólk með sértækar þjónustuþarfir vegna skertrar færni, til dæmis alvarlegrar hreyfihömlunar, stjórnar því sjálft hvers konar stoðþjónustu það nýtur, hvar og hvernig hún er veitt, að hve miklu leyti og af hálfu hvers. Notendastýrð aðstoð getur jafnt farið fram á heimili notanda, vinnustað, sem annars staðar, til dæmis við frístundaiðju eða sem aðstoð við að sækja aðra þjónustu í samfélaginu. Almennt er miðað við að notandinn sé fær um að stjórna þjónustunni sjálfur en þess eru einnig dæmi að aðstandendur eða sérstakir ábyrgðarmenn komi til skjalanna.

Markmiðið með þessari tilhögun er að stoðþjónusta við þann sem í hlut á sé sniðin betur að þörfum hans og fjölskyldu hans.

Frétt félags- og tryggingamálaráðuneytisins