Dánarorsakir 2009

21.9.2010

Hagstofa Íslands hefur nú birt dánarmein fyrir árið 2009. Gögnin byggja á dánarvottorðum allra einstaklinga sem létust á árinu 2009 og áttu lögheimili á Íslandi við andlát.

Í fyrra létust alls 2.002 einstaklingar, 969 konur og 1.033 karlar. Helstu dánarmein eru nú sem fyrr, sjúkdómar í blóðrásarkerfi og þá aðallega hjarta- og heilaæðasjúkdómar. Krabbamein eru næst stærsti flokkur dánarmeina. Þriðji stærsti flokkur dánarmeina eru sjúkdómar í öndunarfærum Árið 2009 voru skráð 140 ótímabær dauðsföll á Íslandi. Það eru andlát vegna tiltekinna dánarorsaka sem hefði mátt komast hjá með viðeigandi meðferð eða forvörnum.

Frétt Hagstofunnar