Menntunarmeðlag ungmenna og barnalífeyrir
Þegar greiðslum meðlags og barnalífeyris lýkur við 18 ára aldur barns getur verið til staðar réttur á greiðslum til ungmennis sem er í námi.
Annars vegar er það barnalífeyrir vegna náms eða starfsþjálfunar ef foreldri er lífeyrisþegi eða látið og hins vegar framlag meðlagsskylds foreldris vegna menntunar.
Ráðgjafar í þjónustumiðstöð Tryggingastofnunar og umboða um allt land veita upplýsingar og aðstoða eftir þörfum.
Upplýsingar á island.is um menntunarmeðlag og barnalífeyrir vegna náms
Barnalífeyrir á vef Tryggingastofnunar
Menntunarmeðlag á vef Tryggingastofnunar