Átakið „Allir vinna“ framlengt

21.1.2011

Ákveðið hefur verið að framlengja hvatningarátakið „Allir vinna“ til 1. janúar 2012. Þannig gefst fólki kostur á endurgreiðslu virðisaukaskatts og skattafrádrætti vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði/sumarhús þegar unnið er að viðhaldi eða endurbótum á byggingarstað. Vakin er athygli á því að skilafrestur á umsókn til ríkisskattstjóra vegna vinnu á árinu 2010 rennur út 31. janúar 2011. Að átakinu standa stjórnvöld, Alþýðusamband Íslands og aðildarfélög, VR, Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Upplýsingar á vef rsk.is
Allar nánari upplýsingar um átakið „Allir vinna“ og reiknivél á vefnum allirvinna.is
Spurt og svarað um átakið „Allir vinna“