LÍN á Ísland.is

7.2.2011

Í síðustu viku bættist Lánasjóður íslenskra námsmanna í hóp þeirra sem nota auðkenninguna á Ísland.is. Notendur auðkenningarþjónustunnar eru þá orðnir níu talsins, en þeir eru: Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins, Íbúðalánasjóður, Lánasjóður íslenskra námsmanna, Matvælastofnun, Rannís, Siglingastofnun Íslands, Tryggingastofnun, Umferðarstofa og Þjóðskrá Íslands. Enn fleiri nota auðkenninguna í gegnum rafræn skil á eyðublöðum.