Vefframtal einstaklinga 2011

7.3.2011

Á vefnum skattur.is er búið að opna fyrir vefframtal einstaklinga 2011. Frestur til að skila skattframtali rennur út 23. mars. Búið er að skrá mikið af upplýsingum inn á framtalið fyrirfram og fyrir marga er aðeins nauðsynlegt að opna framtalið og fullvissa sig um að upplýsingarnar séu réttar áður en framtalið er sent áfram til skattayfirvalda. Á vefnum er einnig hægt að sækja um frest til að skila framtali.