Rafræn innritun í framhaldsskóla fyrir haustönn 2011

21.3.2011

Forinnritun nemenda í 10. bekk (fæddir 1995 eða síðar) hefst 21. mars og stendur til 1. apríl. Nemendur fá afhent, í grunnskóla sínum, bréf frá mennta og menningarmálaráðuneyti með veflykli og leiðbeiningum. Nauðsynlegt er að umsækjendur um framhaldsskóla innriti sig á þessu tímabili því það eykur líkur á að hægt sé að verða við óskum umsækjenda um skóla. Innritun annarra en 10. bekkinga hefst 4. apríl.
Framhaldsskólanám á menntagatt.is
Fréttatilkynning mennta- og menningarmálaráðuneytis