Þjóðskrá Íslands afgreiðir mál er varða mannanöfn

29.3.2011

Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um mannanöfn nr. 45/1996 sem felur í sér að héðan í frá verði mál er varða mannanöfn afgreidd af Þjóðskrá Íslands en ekki ýmist þar eða hjá innanríkisráðuneyti eins og verið hefur um skeið. Framvegis verður öllum umsóknum um breytingar á nöfnum beint til Þjóðskrár Íslands og þær beiðnir afgreiddar þar. Áfram verður heimilt fyrir innanríkisráðherra að veita nafnbreytingu samhliða veitingu íslensks ríkisborgararéttar. Þessi breyting er í samræmi við markmið innanríkisráðuneytis um að hvers kyns umsóknir skuli afgreiða sem oftast hjá stofnunum þess.
Fréttatilkynning innanríkisráðuneytis