900 sumarstörf 2011

18.4.2011

Velferðarráðuneyti og Vinnumálastofnun standa í sumar fyrir átaksverkefni til að fjölga störfum fyrir námsmenn og atvinnuleitendur. Sem dæmi má nefna:
•    aðstoð við uppbyggingu náms í blaða- og fréttamennsku í HÍ,
•    rannsóknarvinnu til að kanna áhrif sjóstangaveiðiferðamennsku á Vestfjörðum,
•    vinnu við átaksverkefni í uppbyggingu gæðahandbókar og skönnun á heilbrigðisupplýsingum,
•    vinnu við viðhorfskönnun á Hornafirði um nýsköpunarsetur,
•    vinnu við rannsóknir á sumarexemi í hestum á vegum Tilraunastöðvarinnar að Keldum,
•    aðstoð við átak í eflingu og markaðssetningu á náms og starfstengdum úrræðum fyrir atvinnuleitendur,
•    aðstoð við skipulag friðlýstra fornleifa í Húshólma.
Ráðningartíminn er tveir mánuðir í júní og júlí. Skilyrði fyrir ráðningu námsmanna er að þeir séu á milli anna í námi en atvinnuleitendur þurfa að vera á skrá Vinnumálastofnunar með staðfestan bótarétt. Umsóknarfrestur er til 8. maí og stefnt er að því að ljúka ráðningum um miðjan maí.

900 ný störf fyrir námsmenn og atvinnuleitendur - kynningarrit (pdf)
Upplýsingar um störfin og umsóknir á vef Vinnumálastofnunar
Fréttatilkynning velferðarráðuneytis