Skólinn opnar dyr - námskynning í Laugardalshöll 12. maí

11.5.2011

Fimmtudaginn 12 maí verða námsmöguleikar í framhaldsskólum, frumgreinadeildum og háskólum auk tækifæra til fullorðinsfræðslu kynntir í Laugardalshöll milli kl. 11-16. Þar veita ráðgjafar Vinnumálastofnunar og skóla fólki aðstoð við að finna heppilegar leiðir til að bæta menntun sína, auka hæfni og fjölga atvinnumöguleikum. Í haust taka framhaldsskólar, frumgreinadeildir og háskólar inn alla umsækjendur undir 25 ára aldri sem uppfylla tiltekin skilyrði, ásamt eldri umsækjendum sem lokð hafa raunfærnismati í vor. Námskynningin er tengslum við átaksverkefnið Nám er vinnandi vegur.