Frjóofnæmi á sumrin

1.6.2011

Fjölmargir landsmenn á þjáist af frjóofnæmi yfir sumarmánuðina, júní, júlí og ágúst, en stærsti hópurinn eru börn og ungt fólk á aldrinum 10 til 29 ára. Frjókornatíminn hér á landi er nokkuð breytilegur og háður veðurfari. Einkennin líkjast helst einkennum venjulegs kvefs, en koma aðallega fram í augum og nefi. Nefstíflur, nefrennsli og hnerraköst, tárarennsli eykst og augun verða rauð, þrútin og bólgin. Þessu fylgir oft ertandi kláði, bæði í augum og nefi og jafnvel í gómi. Einkenni frá lungum eru hósti og mæði og sumir sem þjást af frjóofnæmi verða varir við kláða og útbrot á húð. Í lyfjaverslunum eru til sölu lyf sem slá á einkenni ofnæmis og fást þau án lyfseðils frá lækni. Náttúrufræðistofnun Íslands og Veðurstofa Íslands mæla frjókorn í andrúmslofti í Reykjavík og á Akureyri yfir vor- og sumarmánuðina ár hvert.
Frjómælingar og fleiri upplýsingar á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands
Upplýsingar um frjóofnæmi á vef Astma og ofnæmisfélagsins