Átakið Nám er vinnandi vegur

15.7.2011

Umsóknarfrestur um þátttöku í átakinu Nám er vinnandi vegur rennur út 2. ágúst næstkomandi. Þeir sem eru á atvinnuleysisskrá og uppfylla skilyrði um þátttöku, svo sem að hafa verið komnir á atvinnuleysisskrá fyrir 1. mars síðastiliðinn og eru nú komnir með staðfestingu á skólavist í framhalds- eða háskóla í haust geta átt rétt á að nýta sér tækifærið.
Fréttatilkynning Vinnumálastofnunar
Fréttatilkynning mennta- og menningarmálaráðuneytis