Beint á þjónustuvefi

9.9.2011

Notendum sem hafa auðkennt sig inn á mínar síður á Ísland.is stendur nú til boða að fara beint inn á nokkra opinbera þjónustuvefi án innskráningar. Auðkenning notenda er framsend til viðkomandi stofnana með öruggum hætti. Það eru þrjár stofnanirnar sem taka af skarið og nýta sér þessa þjónustu viðskiptavinum sínum til þæginda en þetta eru Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Lánasjóður íslenskra námsmanna og Tryggingastofnun. Fleiri stofnanir og sveitarfélög bætast við á næstu vikum.
Á mínum síðum á Ísland.is hefur um nokkurt skeið verið hægt að nálgast persónutengdar upplýsingar úr bólusetningaskrá, fasteignaskrá, þjóðskrá og ökutækjaskrá. Í júní var opnað fyrir skjalabirtingu til einstaklinga og fyrirtækja í samstarfi við Þjóðskrá Íslands. Á næstu misserum verða fleiri upplýsingar gerðar aðgengilegar á vefnum í samstarfi við stofnanir og sveitarfélög.